Íslenskunámskeið

Published on 20 July 2023 at 20:27

Námskeið:

Í öllum áföngum er áherslan fyrst og fremst á talað mál og málskilning. Reynt er eftir bestu getu að kenna rétt mál en áhersla lögð á skilning. Í fyrstu tveimur áföngunum lærir nemandinn að beita grunnorðaforða og skilja undirstöðuatriði á íslensku talmáli auk þess að öðlast nokkurn skilning á samfélaginu þar sem athyglinni er beint að íslensku atvinnulífi. Í þriðja og fjórða áfanga er farið dýpra í sömu þætti og leitast við að
skapa sífellt meiri samfellu í samtölum. Uppbyggingu námsins er ætlað að taka mið af undirstöðu og þörfum nemenda, bæði hvað varðar misjafnar forsendur til náms ogmmismunandi námsmarkmið.

Level A1, A2
Áfangalýsing
Áfanginn er ætlaður byrjendum á íslensku. Lögð er áhersla á að kynna nemendum uppbyggingu tungumálsins með hlustun, lestri, frásögn og samræðum eftir því sem orðaforðinn leyfir. Unnið er með auðvelda texta sem tengjast daglegu lífi til að auka orðaforða nemenda og þjálfa framburð. Lögð er áhersla á að fjölbreyttum aðferðum í tungumálakennslu skuli beitt.

Level B1
Áfangalýsing
Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa nokkra undirstöðu á íslensku. Haldið er áfram að vinna með þá þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi einstaklingsins til að auka orðaforða nemanda. Lögð er áhersla á að nemendur geti gert sig skiljanlega í verslun, bakaríi, banka, pósthúsi og veitingahúsi og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni, svo sem veður og áhugamál. Eins og áður er lögð áhersla á að kynna nemendum uppbyggingu tungumálsins með hlustun, lestri, ritun, frásögn og samræðum. Haldið áfram að þjálfa íslensk hljóð og framburð. Fjölbreyttum kennsluaðferðum í tungumálakennslu beitt. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður.

Level B2
Áfangalýsing

Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa þó nokkra undirstöðu á íslensku og geta gert sig skiljanlega um fjölskylduhagi, líðan sína og starf. Haldið er áfram að fjalla um þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi til að auka orðaforða nemanda og þjálfa framburð. Einnig er
þjálfaður orðaforði sem tengist leigu á húsnæði og húsnæðiskaupum. Lögð er áhersla á að kynna íslensk samfélag fyrir nemendum með það fyrir augum að þeir verði meðvitaðir um þá siði og þær venjur sem hér tíðkast. Þeir þjálfast einnig í að kynna sitt heimaland, siði og venjur. Fjölbreyttum kennsluaðferðum í tungumálakennslu beitt. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður og þjálfi nemandann í að geta haldið uppi samræðum og gert sig sem best skiljanlega á íslensku.

Level C1/C2
Áfangalýsing
Áfanginn miðast við þarfir þeirra sem hafa nokkuð góða undirstöðu í tungumálinu. Fjallað erum þætti sem tengjast daglegu lífi og þörfum fjölskyldu. Áhersla er lögð á að efla orðskilning nemenda tengdan ýmsum störfum, samskiptum á vinnustað, atvinnuumsóknum, atvinnuviðtölum og launaseðlum. Áfram er lögð áhersla á íslensk samfélag og fjölmiðla með það fyrir augum að auka færni nemenda í tungumálinu og efla sjálfstraust þeirra og samfélagslega vitund. Fjallað um mannleg samskipti, virðingu og umgengni. Íslensk landafræði lítillega kynnt og nemendur segja frá reynslu sinni af ferðalögum um Ísland og önnur lönd.
Fjölbreyttum kennsluaðferðum í tungumálakennslu beitt. Þjálfun í ritfærni eykst. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður og þjálfi nemandann í að geta haldið uppi samræðum og gert sig sem best skiljanlega á
íslensku.


Add comment

Comments

Margrét Ásdís
2 years ago

hvernig sé ég hvenær næstu íslenskunámskeið eru hjá ykkur og verð?

BlaBla-Skóli
2 years ago

Það eru nýju námskeiðin á hverjum mánuði. Skrifaðu til okkar tölvupóst á contact@blabla-skoli.is og við sendum allar upplýsingar til þín. 😊🙏

Rebecca Giuliani
2 years ago

Hi! I'm an Italian girl and I really wish I can start to learn some Icelandic with you school!
Can you please give me the day of the course ( like how many days per week) ?
How many people in the class?
How long are the class?
And price?
Thanks so much

Ping gai
a year ago

Hi.
I am 35 years old and have been in Iceland for 4 years. I can speak some simple Icelandic. Are there any courses suitable for me? What time are the classes and the cost? Thanks

Andreina Donquis
a year ago

Quiero saber sobre los cursos online y los presenciales cuál sería su costo y cuando comenzaría…

Jean-François Masala
3 months ago

Hello,
We are two adults :
1- Mrs 55 years old, teacher (Erasmus prof. stay)
Basic level of English.
2- Mr 61 years old (level of English: simple conversation).
We are looking for English lessons in a group for 15 days from 31 March 2025 in Iceland.
Would you be able to offer us lessons on this date?
At what cost?
Thank you in advance for your reply.
I look forward to hearing from you.
Best regards
Nadine and Jean-François

Sigrún Dröfn Guðmundsdóttir
22 days ago

Góðan daginn eg er með 4 àra gamlan strák sem þarf að læra betur islensku og langar mig vita hvort hann sé nou gamal til byrja hjá ykkur? Hann er 50/afghani og 50% Íslendingur en af því hann er 2 tungu barn er hann ekki na íslenskuna 100 % og þarf aðstoð.