Enskunámskeið

Published on 20 July 2023 at 20:36

Námskeið:

 

Í öllum áföngum er áherslan fyrst og fremst á talað mál og málskilning. Reynt er eftir bestu getu að kenna rétt mál en áhersla lögð á skilning. Í fyrstu tveimur áföngunum lærir nemandinn að beita grunnorðaforða og skilja undirstöðuatriði á ensku talmáli auk þess að öðlast nokkurn skilning á samfélaginu þar sem athyglinni er beint að ensku atvinnulífi. Í þriðja og fjórða áfanga er farið dýpra í sömu þætti og leitast við að
skapa sífellt meiri samfellu í samtölum. Uppbyggingu námsins er ætlað að taka mið af undirstöðu og þörfum nemenda, bæði hvað varðar misjafnar forsendur til náms og mismunandi námsmarkmið.

 

Level A1, A2
Áfangalýsing
Áfanginn er ætlaður byrjendum á ensku. Lögð er áhersla á að kynna nemendum uppbyggingu tungumálsins með hlustun, lestri, frásögn og samræðum eftir því sem orðaforðinn leyfir. Unnið er með auðvelda texta sem tengjast daglegu lífi til að auka orðaforða nemenda og þjálfa framburð. Lögð er áhersla á að fjölbreyttum aðferðum í tungumálakennslu skuli beitt.

Level B1
Áfangalýsing
Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa nokkra undirstöðu á ensku. Haldið er áfram að vinna með þá þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi einstaklingsins til að auka orðaforða nemanda. Lögð er áhersla á að nemendur geti gert sig skiljanlega í verslun, bakaríi, banka, pósthúsi og veitingahúsi og tekið þátt í einföldum samræðum um dagleg málefni, svo sem veður og áhugamál. Eins og áður er lögð áhersla á að kynna nemendum uppbyggingu tungumálsins með hlustun, lestri, ritun, frásögn og samræðum. Haldið áfram að þjálfa ensk hljóð og framburð. Fjölbreyttum kennsluaðferðum í tungumálakennslu beitt. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður.

Level B2
Áfangalýsing

Áfanginn er ætlaður þeim sem hafa þó nokkra undirstöðu á ensku og geta gert sig skiljanlega um fjölskylduhagi, líðan sína og starf. Haldið er áfram að fjalla um þætti sem tengjast daglegu lífi og starfi til að auka orðaforða nemanda og þjálfa framburð. Einnig er
þjálfaður orðaforði sem tengist leigu á húsnæði og húsnæðiskaupum. Lögð er áhersla á að kynna ensk samfélag fyrir nemendum með það fyrir augum að þeir verði meðvitaðir um þá siði og þær venjur sem hér tíðkast. Þeir þjálfast einnig í að kynna sitt heimaland, siði og venjur. Fjölbreyttum kennsluaðferðum í tungumálakennslu beitt. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður og þjálfi nemandann í að geta haldið uppi samræðum og gert sig sem best skiljanlega á ensku.

Level C1/C2
Áfangalýsing
Áfanginn miðast við þarfir þeirra sem hafa nokkuð góða undirstöðu í tungumálinu. Fjallað erum þætti sem tengjast daglegu lífi og þörfum fjölskyldu. Áhersla er lögð á að efla orðskilning nemenda tengdan ýmsum störfum, samskiptum á vinnustað, atvinnuumsóknum, atvinnuviðtölum og launaseðlum. Áfram er lögð áhersla á ensk samfélag og fjölmiðla með það fyrir augum að auka færni nemenda í tungumálinu og efla sjálfstraust þeirra og samfélagslega vitund. Fjallað um mannleg samskipti, virðingu og umgengni. 
Fjölbreyttum kennsluaðferðum í tungumálakennslu beitt. Þjálfun í ritfærni eykst. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður og þjálfi nemandann í að geta haldið uppi samræðum og gert sig sem best skiljanlega á
ensku.


Add comment

Comments

Michele Bittencourt
a year ago

I’m interested in English course. I think that my nível is B1. I would like more information about the course. Thank you very much.

Gudlaug S. Guðlaugsdóttir
2 months ago

Vær frábært að fá frekari upplýsingar.
Hef mikinn áhuga.